
Járnkell ...
_edited_edited.jpg)
Í fornum norrænum sögum var orðið Kell eða Ketill notað í merkingunni "Hjálmur". Járnkell má því túlka sem hjálmur úr járni auk augljósrar tengingar í mitt eigið nafn sem er bara skemmtilegt. Einkunnarorðin "Járnsmíði og allskonar" skýra sig sjálf og vísa líka til annarra verkefna sem gefa lífinu lit og fjölbreytni
Að smíða er skemmtilegt hobbí en frá því ég man eftir mér hef ég verið að smíða og föndra alls konar hluti.
Sem 16 ára stubbur fékk ég vinnu í járnsmíðadeild Vegagerðarinnar hjá miklum meistara, Ingimar Sigurðssyni nágranna mínum. Þar lærði ég ótrúlega mikið á stuttum tíma um alls kyns járnsmíði. Nú örfáum árum síðan hefur þessi kunnátta fengið að brjótast upp á yfirborðið og er orðin að gefandi verkefni sem skapar mér atvinnu og viðurværi.
Á síðunni eru nokkur dæmi um þessar smíðaæfingar og fleiri eiga eftir að bætast við síðar. Ég hef mest smíðað alls konar gagnlega hluti úr járni fyrir ýmsa aðila, s.s. crossfit- og æfinga stöðvar þar sem ég hef sett upp alls konar upphífingaslár, hillur, rekka og standa fyrir lóð og margt fleira skemmtilegt dót. Hurðir og veggir úr járni og gleri hafa verið áberandi. Innréttingar í verslun Fjallakofans og víðar voru mjög skemmtilegt verkefni. Aðrir hlutir eru úr öllum áttum, borð og stólar, handklæðaslár, fataslár ofl. ofl.
Þetta er skemmtilegt hobbí/vinna og verður það áfram.
Kveðja, Keli
Hrafnkell Sigtryggsson


